Log In
Register

Árás Lyrics

Skálmöld - Baldur cover art
Band
Album

Baldur

(2010)
TypeStudio Full-length
GenresViking Metal, Folk Metal
Album rating :  -
Votes :  0
Lyrics > S > Skálmöld Lyrics (26) > Baldur Lyrics (9) > Árás Lyrics
2. Árás (6:06)
Árás Lyrics
Kvöld, úr norðri kólna fer.
Kemur yfir heiðar:
vængjasláttur, vætta her,
varúlfar til reiðar.

Ég reið yfir landið mitt, reri' út á fjörð.
Rólegur fjórin, ég lofaði Njórð.
Í ljósanna skiptum ég leit upp í Skörð,
ljót var sú sýn er mér mætti.

Kom yfir brúnina kolsvartur her,
ég kúventi bátnum og hraðaði mér.
Vængirnir steinrunnir, vígtannager
og væl sem nú kyrrðina tætti.

Skugga hann varpaði, skelfileg sjón.
Skálmöld var risin og mikið varð tjón.
Drukknaði þannig mín dýrasta bón,
drepið var allt sem ég unni.

Verja þau átti en var til þess seinn,
viti menn, lifandi eftir ei neinn.
Ataður svörður sem áður var hreinn,
allt mitt var hrunið að grunni.

Ég sá:
barnið mitt tætt, blóðugt og hrætt.
Ég sá:
barið á húsgripum mínum og ætt.
Ég sá:
saklaust blóð, fljóta um fljóð.
Ég sá:
fjölskyldu slátrað sem var mér svo góð.

Ég sá:
deyja mær, dæturnar tvær.
Ég sá:
dreyrrauðar klærnar sem læstust í þær.
Ég sá:
visna jurt, var einhvers spurt?
Ég sá:
vágestinn glotta og halda á burt.

Gekk um garð,
gríðarskarð,
höggvið hart,
Hel mig snart.
Vængjuð vá,
vargur sá
Nafn hans nefnt,
nú skal hefnt

Heit er gefið, heit sem verður efnt.
Submitted by level ― (2011-04-04)
Info / Statistics
Artists : 34,001
Reviews : 7,750
Albums : 120,914
Lyrics : 148,177